Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýju samtökin um að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur: Erum að leggja upp í langhlaup
Föstudagur 16. september 2005 kl. 12:12

Nýju samtökin um að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur: Erum að leggja upp í langhlaup

„Við ætlum að standa fyrir því að gerð verði hagfræðileg úttekt á flutningi innanlandsflug til Keflavíkur og einnig verkfræðilega úttekt á fleiri kostum", sagði Eysteinn Eyjólfsson, á fundi um innanlandsflugið á Ránni en hann er einn talsmanna nýrra samtaka um flutning innanlandsflugs til Keflavíkur en stofnfundur verður haldin innan þriggja vikna.
Eysteinn sagði að samtökin væri ekki í þessu til að skapa ófrið heldur einingu. Stefnt væri að þjóðarsátt um málið; þannig fengju Reykvíkingar dýrmætt landssvæði til nýtingar, aðgengi landsbyggðarfólks breyttist lítt við flutning og innanlandsflug yrði rekið á sem hagkvæmastan hátt.
„Við erum að leggja upp í langhlaup. Þetta eru þverpólitísk samtök og við teljum það mikilvægt að allir vinni saman. Við treystum á samtakamátt Suðurnesjamanna í þessu máli m.a. með því að standa saman að stofnun samtakanna", sagði Eysteinn en í upphafi hans máls sagði hann frá því að hugmyndin hafi verið frænda hans, Eysteins Jónssonar en til að tryggja málinu betri farveg hafið verið ákveðið að vinna það þverpólitískt með þátttöku allra pólitískra flokka á svæðinu. Í gærkvöldi voru komnir vel á annað hundrað stofnfélagar sem greiða 1500 krónur hver. Peningana á að nota til að kaupa fyrrnefndar faglegar úttektir. Þá samþykkti Bæjarráð Reykjanesbæjar í gærmorgun að sækja um stuðning til ríkisins fyrir samtökin.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024