Nýju einkahlutafélagi færðar 219 félagslegar íbúðir
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt að stofna einkahlutafélag um eignarhald og rekstur á félagslegu íbúðarhúsnæði á vegum bæjarins, Fasteignir Reykjanesbæjar ehf. Eignast félagið þar að leiðandi 219 félagslegar leiguíbúðir og yfirtekur einnig skuldir sem fylgja, um 1.246 milljónir kr.
Verðmæti íbúðanna er metið á 1.493 milljónir kr. og mun Reykjanesbær leggja mismuninn á því og skuldunum fram sem eigið fé félagsins. 100 milljónir af því eru skráðar sem hlutafé en 147 milljónir verða færðar á yfirverðsreikning hlutafjár.
Kosin verður þriggja manna stjórn Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. og mun leigugjald fyrri íbúðirnar verða ákvarðað af henni samkvæmt ákvæðum sem fram koma í samþykktunum.
Tvær breytingatillögur fulltrúa Samfylkingar á samþykktunum voru samþykktar á fundi bæjarstjórnar þegar stofnun félagsins var endanlega samþykkt. Þar var um að ræða að fjölskyldu- og félagsmálaráð myndi sjá um úthlutun íbúða og að hugsanlegur arður af rekstrinum skuli verða lagður í sérstakan framkvæmdasjóð á vegum félagsins.
Verðmæti íbúðanna er metið á 1.493 milljónir kr. og mun Reykjanesbær leggja mismuninn á því og skuldunum fram sem eigið fé félagsins. 100 milljónir af því eru skráðar sem hlutafé en 147 milljónir verða færðar á yfirverðsreikning hlutafjár.
Kosin verður þriggja manna stjórn Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. og mun leigugjald fyrri íbúðirnar verða ákvarðað af henni samkvæmt ákvæðum sem fram koma í samþykktunum.
Tvær breytingatillögur fulltrúa Samfylkingar á samþykktunum voru samþykktar á fundi bæjarstjórnar þegar stofnun félagsins var endanlega samþykkt. Þar var um að ræða að fjölskyldu- og félagsmálaráð myndi sjá um úthlutun íbúða og að hugsanlegur arður af rekstrinum skuli verða lagður í sérstakan framkvæmdasjóð á vegum félagsins.