Nýjar Víkurfréttir komnar út - Lesið blaðið hér
Víkurfréttir þessarar viku eru komnar úr prentun og eru á leið inn um lúgur á Suðurnesjum. Blaðið má einnig lesa á rafrænu formi hérna fyrir neðan. Meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um mengun frá United Silicon og umfjöllun um góða niðurstöðu Akurskóla úr ytra mati á vegum Menntamálastofnunar. Þá er í blaðinu viðtal við Ellert Björn, smið og nema í arkitektúr og við Arnar Stefánsson sem tók allt árið 2016 upp á myndband, tvær sekúndur í hverju myndbandi.