Nýjar Víkurfréttir komnar á vefinn
Víkurfréttir þessarar viku eru komnar út. Meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um fjárfestingarsamning við United Silicon og um tíu ára afmæli Keilis. Fjöldi viðtala er í blaðinu, meðal annars við Sæmund Má Sæmundsson, sem segir frá því hvernig lífið fyrir utan skápinn sé betra. Þá er viðtal við listamanninn og kokkinn Kristin Guðmundsson sem á heiðurinn að matreiðsluþáttunum Soð. Þuríður Elísdóttir tók við starfi forstöðumanns Hrafnistu í Reykjanesbæ um áramót og segir frá starfinu. Þetta og margt fleira í blaði vikunnar sem má lesa hér fyrir neðan.