Nýjar Víkurfréttir komnar á vefinn
Nýjar Víkurfréttir eru nú komnar á vefinn og á leið inn um bréfalúgur á Suðurnesjum. Í blaðinu í dag er fjallað um fasteignamarkaðinn á svæðinu sem hefur tekið mikinn kipp. Þá er viðtal við Francisco Valladares Serrano á veitingastaðnum Fernando´s sem flutti ungur að heiman frá Hondúras til Íslands. Á íþróttasíðunum er meðal annars fjallað um 80 ára afmæli Víðis í Garði sem haldið var hátíðlegt á dögunum, körfuknattleiksmanninn Hörð Axel og rætt við þá Ingvar Jónsson og Arnór Ingva sem keppa með landsliði Íslands á EM í fótbolta í sumar.
Hér fyrir neðan má flétta blaðinu