Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýjar Víkurfréttir komnar á vefinn
Fimmtudagur 28. apríl 2016 kl. 10:39

Nýjar Víkurfréttir komnar á vefinn

Glænýjar Víkurfréttir eru komnar úr prentun og verður dreift um Suðurnesin í dag. Blaðið er líka komið á netið. Í blaðinu er fjallað um hugmyndir um að sveitarfélögin á Suðurnesjum sameinist á næstu árum. Áhugahópur um málið hefur fundað að undanförnu. Í blaðinu er einnig viðtal við bæjarstjóra Sandgerðis en fjöldi fasteigna hefur selst í bæjarfélaginu að undanförnu og atvinnuleysi minnkað mikið. Einnig er fjallað um gamla vitann í Garði sem á dögunum fékk nýtt ljóshús. Skólar á Suðurnesjum stóðu sig glimrandi vel í Skólahreysti á dögunum. Holtaskóli í Reykjanesbæ lenti í fyrsta sæti og Stóru-Vogaskóli í Vogum í því þriðja. Keppninni eru gerð góð skil í blaðinu. Þá kíktum við í heimsókn á veitingastaðinn Hjá Höllu í Grindavík og ræddum við einn besta lyftingakappa landsins, Emil Ragnar. Þetta og margt, margt fleira. Njótið lestrarins.

 

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024