Nýjar Víkurfréttir komnar á vefinn
Víkurfréttir koma út í dag. Meðal efnis í blaði dagsins er ítarleg umfjöllun um óvænt tíðindi síðdegis í gær þegar í ljós kom að enn væri mögulegt að semja við kröfuhafa Reykjanesbæjar. Í blaðinu er viðtal við Önnu Ósk Erlingsdóttur, ljósmyndara úr Sandgerði, sem safnar nú fyrir prentun á ljósmyndabók á vefnum Kickstarter. Listamaðurinn Kristinn Guðmundsson segir frá sínum uppáhalds stöðum í Brussel en hann hefur búið þar í fjögur ár. Bræðurnir Magnús og Sigurður Jóhannessynir frumsýna í dag heimildarmynd um það hvernig er að minnka vistsporið sitt og segja frá henni í Víkurfréttum dagsins. Þá er fjallað um fjarskiptastöð á Ásbrú sem stjórnar um 100 gervitunglum sem hafa það hlutverk að mynda jörðina. Einnig er fjallað um uppáhalds öpp Haraldar Axels Einarssonar, nýs skólastjóra Heiðarskóla, afþreyingu Thelmu Dísar Ágústsdóttur, körfuboltakonu og margt, margt fleira.