Nýjar Víkurfréttir komnar á vefinn - Blað vikunnar má lesa hér
Víkurfréttir vikunnar má lesa hér fyrir neðan. Í blaðinu er viðtal við Ísak Erni Kristinsson hjá hópnum Stopp hingað og ekki lengra en barátta hópsins hefur skilað árangri og tvöföldun Reykjanesbrautar komin á samgönguáætlun. Þá er fjallað um 40 ára afmæli Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem verður fagnað um helgina. Víkurfréttir kíktu í heimsókn í skólann og ræddu við nemendur og kennara. Bragi Jónsson, söngvari úr Sandgerði söng á dögunum í beinni útsendingu á BBC og segir frá ævintýrinu í viðtali. Þetta og margt fleira í nýjum Víkurfréttum.