Nýjar Víkurfréttir á vefnum - Viðtal við Suðurnesjamenn ársins
Víkurfréttir vikunnar eru komnar á vefinn og má nálgast rafrænt eintak hér neðar í fréttinni. Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Suðurnesjamenn ársins úr Stopp-hópnum sem berst fyrir umbótum á Reykjanesbraut. Einnig er viðtal við körfuboltakonuna Lovísu Falsdóttur sem segir frá baráttu sinni við kvíða. Víkurfréttir kíktu í heimsókn í Stóru-Vogaskóla þar sem nemendum stendur til boða ókeypis hádegisverður. Þetta og margt fleira í blaði dagsins.