Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Nýjar sprungur við Krýsuvíkurberg
Mánudagur 23. júní 2008 kl. 09:47

Nýjar sprungur við Krýsuvíkurberg

Nýjar sprungur hafa komið í ljós niður við Krýsuvíkurberg og er talið víst að þær hafi myndast við Suðurlandsskjálftann á dögunum. Í klöppina á bjargbrúninni ofan við Hælsvík, þar sem komið er niður að berginu, er komin ný sprunga það breið að hægt er að stinga hendi niður á milli. Einnig hefur opnast stór sprunga, á að giska 15 – 20 metra löng, rétt vestan við grasbalann ofan á brúninni. Ekki er ólíklegt losnað geti úr bjargbrúninni vegna þessa og ætti fólk því að gæta varúðar þegar það fer þarna um.

Að sögn Óskars Sævarssonar í Grindavík hefur ekki orðið vart við neinar breytingar í Kleifarvatni, líkt og gerðist við síðasta Suðurlandsskjálfta þegar vatnsborðið lækkaði verulega.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25