Nýjar skurðstofur á HSS samþykktar
Hönnun og undirbúningur á nýjum skurðstofum á þriðju hæð D-álmu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur nú staðið yfir í nokkur misseri.
Í dag var veitt heimild til útboðs frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir byggingu skurðstofanna og opnast þá miklir möguleikar fyrir HSS. Verður unnt að gera margvíslegar aðgerðir sem í dag er einungis hægt að gera í Reykjavík.
Með byggingu skurðstofanna verður Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í fremstu röð heilbrigðisstofnanna utan Reykjavíkur og nauðsynlegum stoðum skotið undir framtíð HSS. Óskað Verður eftir tilboðum í gerð skurðstofanna á næstunni.