Nýjar skotfærageymslur á Keflavíkurflugvelli
Varnarliðið er að fara láta endurnýja vopnageymslur Varnarliðsins sem voru byggðar árið 1953. Geymslurnar hýsa m.a. flugskeyti sem flugvélar Varnarliðsins bera. Forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins hefur auglýst fyrirhugað útboð vegna framkvæmdarinnar fyrir hönd verkfræðideildar Bandaríkjaflota.Núverandi skotfæra- og sprengjugeymslur eru á svokölluðu Patterson-svæði en nýju sprengjugeymslurnar verða vestan við flugvöllinn.