Nýjar reglur á veitingastöðum samþykktar
Samhent átak til að bæta umgengni og öryggi.
Nýlega undirrituðu veitingamenn í Reykjanesbæ, bæjarstjórn og lögregla samning til sex mánaða um opnunartíma veitingastaðanna, umgengi, eftirlitsmyndavélar og síðast en ekki sízt, skilríki sem krafizt verður til þess að fólk fái inngöngu á veitingastaðina.
Veitingamenn taka nú að sér að hreinsa rusl og óþrif umhverfis veitingastaðina, Reykjanesbær mun leggja til eftirlitsmyndavélar og lögregla hafa með þeim umsjón. Er þetta gert í því skyni að bæta reglu á og við veitingastaði. En auðvitað er það einnig undir gestum komið hvernig til tekst og vonandi verður um samhent átak að ræða til þess að bæta umgengni og tryggja að þegar skemmtun er lokið verði nánasta umhverfi hreint og snyrtilegt.
Aukin áherzla er lögð á dyravörzlu og öryggisgæzlu inni á veitingastöðum. En þeim skal loka eigi síðar en kl. 05:00 að morgni og barnum hálfri klukkustund fyrr.
En nú er það tekið skýrt fram að nota skuli ökuskírteini eða annað opinbert persónuskilríki til þess að sanna aldur gesta. Ekki dugar gesti lengur að framvísa debet- eða kreditkorti til þess að sanna aldur sinn.
Eins og fyrr segir er þessi samningur við viðeigandi veitingamenn gerður til 6 mánaða í tilraunskyni og verður framhaldið skoðað síðar.
Allir taka á sig skyldur, en fyrst og fremst veitingamenn og þeir sem bera ábyrgð á rekstrinum, eigendur og leyfishafar.
Vænta undirritaðir þess að þessi tilraun muni takast vel.
Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar
Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum