Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýjar perur í ljósin á Berginu!
Fimmtudagur 1. september 2005 kl. 10:36

Nýjar perur í ljósin á Berginu!

Félagarnir Jón Ragnar Reynisson og Stefán Agnar Hjörleifsson hjá Nesraf/Rafbúð R.Ó. voru í gær að leggja lokahönd á að skipta um allar perur í ljósunum á Keflavíkurbjargi, sem verða tendruð á hápunkti Ljósanætur í Reykjanesbæ sem sett verður formlega í dag og stendur fram á sunnudag. Að sögn Jóns Ragnars er ástand ljósanna gott og þau hafa blessunarlega sloppið undan skemmdarvörgum þau fimm ár sem þau hafa verið á Berginu. Árlega hafa tugþúsundir safnast saman í miðbænum til að fylgjast með dagskrá Ljósanætur sem er önnur stærsta bæjarhátíðin hér á landi á eftir menningarnótt í Reykjavík. Ljósin  verða tendruð á laugardagskvöld kl. 22.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024