Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýjar myndir frá hjólaköppum
Laugardagur 10. júní 2006 kl. 20:35

Nýjar myndir frá hjólaköppum

Félagarnir Simmi og Jói úr Hjóla-Idolinu okkar, Hjólað til góðs ásamt Gesti og Júlla, hafa sent nýjar myndir frá ferðalagi sínu. Myndirnar eru teknar á leiðinni milli Egilsstaða og Möðrudals á Fjöllum. Mögulegt er að sjá skýringartexta með völdum myndum en það er gert með því að smella (ekki hægrismella) á myndina og opna hana þannig í nýjum glugga.

Við eigum von á nýjum pistli fyrir miðnættið en hjólakapparnir eru á leiðinni til Akureyrar þar sem þeir ætla að verja sjómannadeginum í faðmi fjölskyldna sinna.

Enn vantar okkur myndir sem voru teknar á vegarkaflanum milli Klausturs og Hafnar. Þær fóru í póst á miðvikudag og hafa ekki enn skilað sér til Víkurfrétta. Hér með er skorað á Íslandspóst að koma geisladiskinum með 500 Mb af ljósmyndum og kvikmyndum til skila. Þúsundir lesenda bíða spenntir eftir nýjum myndum... !
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024