Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýjar flotbryggjur við Grindavíkurhöfn
Mánudagur 31. október 2005 kl. 12:12

Nýjar flotbryggjur við Grindavíkurhöfn

Unnið er við að setja út nýjar flotbryggjur í Grindavík. Þessar bryggjur eru samtals 50 m langar og koma til viðbótar þeim bryggjum sem fyrir eru og er ætlað að leysa þær elstu sem eru að verða úr sér gengnar af hólmi í framtíðinni.

Við enda nýju bryggjunnar er T stykki sem er hugsað sem olíuafgreiðslusvæði fyrir smábáta og er þá reiknað með að tankarnir verði fluttir frá þeim stað sem þeir eru nú og á þennan og settar upp dælur fram á endanum og ættu því öll olíufélögin að hafa möguleika á aðstöðu til olíudreifingar í Grindavíkurhöfn.

Af grindavik.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024