Nýjar flotbryggjur í Grindavíkurhöfn
Ný flotbryggja var tekin í notkun í í Grindavíkurhöfn í dag. Verktakafyrirtækið Króli ehf. sá um verkið en í bryggjuna eru notaðar frauðfylltir steypuflekar framleiddir í Svíþjóð.
Margrét Gunnarsdóttir, formaður hafnarnefndar, tók formlega við þessu glæsilega mannvirki sem hefur verið beðið með eftirvæntingu. Kristján Óli Hjaltason afhenti verkið fyrir hönd Króla.
Stærri plastbátum hefur verið sniðinn þröngur stakkur í höfninni að undanförnu, en með nýju bryggjunni er þeim tryggð góð aðstaða.
VF-myndir/Þorgils