Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýjar 360°götumyndir á kortavef Já
Föstudagur 3. nóvember 2017 kl. 09:24

Nýjar 360°götumyndir á kortavef Já

Hægt er að skoða nýjar 360° götu­mynd­ir af höfuðborgarsvæðinu og nær öllum sveitafélögum landsins á kortavef Já.is. Teknar voru ríflega fimm milljónir mynda í sumar á sérútbúnum Toyota Yaris Hybrid bíl en verkefnið var unnið í samstarfi við Toyota á Íslandi.

 „Við höfum reglulega endurnýjað götumyndir á svæðum sem hafa verið í uppbyggingu sem og svæðum sem breytast ört. Okkur finnst  afar mikilvægt að endurnýja myndirnar með reglulegu millibili til að sýna sem réttasta mynd af götum landsins.  Í ár tókum við ákvörðun um að endurnýja allan myndagrunninn okkar og keyra um allt land.  Þá hefur tækninni einnig fleygt fram og nýr tækjabúnaður var tekin í notkun. Jafnframt er nú hægt að skoða myndirnar í nýju viðmóti.  Þegar við mynduðum fyrst árið 2013 fylgdi Google í kjölfarið og myndaði götumyndir. Þessi uppfærsla á kortavef Já býður því upp á fleiri og nýrri myndir,“ segir Margrét Gunnlaugsdóttir hjá Já. 


„Það er búið að vera ótrúleg upplifun að ferðast um allt landið en ferðalagið hófst 7. júní og lauk 20. september síðastliðinn. Myndatökur bílsins vöktu mikla athygli og fólk var almennt mjög jákvætt. Við lögðum upp með það að taka nýjar myndir af öllum bæjarfélögum á landinu og okkur tókst það að mestu leyti. Við stefnum á það að vera aftur á ferðinni á næsta ári og bæta við nýjum myndum.“ segir Frímann Kjerúlf Björnsson bílstjóri Já-bílsins.

Í samræmi við persónuverndarlög eru andlit og bílnúmer skyggð á myndunum. Jafnframt birtast eingöngu 360° myndir við heimilisfang þeirra einstaklinga sem hafa gefið upplýst samþykki en hægt er að gefa samþykki fyrir birtingu myndar á skraningar.ja.is . Kortavefurinn var settur í loftið fyrir fjórum árum síðan og hefur notkunin aukist ár frá ári. Mánaðarlegir notendur nú eru um 240 þúsund.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024