Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýja hverfið í Grindavík heiti Hlíðarhverfi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 1. október 2020 kl. 06:50

Nýja hverfið í Grindavík heiti Hlíðarhverfi

Skipulagsnefnd Grindavíkur hefur farið yfir tillögur að nöfnum á hverfi og götum vegna deiliskipulags norðan Hópsbrautar í Grindavík. Nefndin leggur til að hverfið verði nefnt Hlíðarhverfi og í því verða ellefu götuheiti.

Ákvörðun um nafn á hverfinu verður vísað til bæjarstjórnar, sem hefur úrslitavald í nafnavalinu.Í bókun skipulagsnefndar segir að nefndin telur að gatnagerðargjöld eigi að standa að mestu leyti undir kostnaði við gatnaframkvæmdir í hverfinu. Nefndin leggur til breikkun á gangstéttum/stígum við stofngötur til að aðgreina gangandi frá hjólandi umferð. Þá leggur nefndin til að gatnagerðinni verði skipt í tvo áfanga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024