Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýja hraunið runnið saman við hraunið sem rann árið 2021
Sunnudagur 16. júlí 2023 kl. 11:59

Nýja hraunið runnið saman við hraunið sem rann árið 2021

Gosið við Litla Hrút hefur haldið áfram með litlum sem engum breytingum síðustu daga. Það markverðasta sem hefur gerst um helgina er að nýja hraunið hefur nú náð inn í Meradali og runnið þar yfir hraun frá 2021 og nálgast hraunið frá 2022. Þetta þýðir að hraunið hefur alls runnið um 2,5 km frá gígnum.

Gígurinn sjálfur hefur hlaðist nokkuð hratt upp og samkvæmt mælingum jarðvísindafólks HÍ er hann orðinn yfir 20 metra hár og hækkar jafnt og þétt um ca. þrjá metra á dag. Töluverð strókavirkni er í gígnum og hefur hún verið stöðug síðustu daga og óróinn nokkuð jafn síðustu þrjá daga.
Hraunáin frá gígnum leitar alfarið til suðurs og hefur í raun afar lítið hraun runnið norðan megingígsins. Landinu hallar þarna til suðurs, en búast má við að hraun fari að leita til norðurs eftir því sem gígurinn og hraunbreiðan upp við hann hleðst meira upp fyrir umhverfi sitt.
Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá þessu á Facebook.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024