Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 17. ágúst 2001 kl. 09:39

Nýja eldsneytið er ekki hættulegra

Varnarliðið hafi hug á að taka í notkun nýtt eldsneyti JP-8 en að sögn starfsmanna á Keflavíkurflugvelli, er umrætt eldsneyti hættulegt heilsu manna. VF leituðu nýlega álits hjá Bergi Sigurðssyni hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja um málið sem segir að það sé skiljanlegt að menn hafi áhyggjur. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Varnarliðsins segir nýja eldsneytið vera hagkvæmara en JP-5, sem hefur verið notað hingað til.

Öll jarðefnaeldsneyti eru skaðleg heilsu manna
Nýlega birtist grein í tímaritinu, New Scientist þar sem farið var ófögrum orðum um þetta nýja eldsneyti, JP-8 en Bergur Sigurðsson segir að öll jarðefnaeldsneyti eru skaðleg heilsu manna. „Það gildir um JP-5, JP-8 rétt eins og um bensínið sem við setjum á bílana okkar. Hvort JP-8 sé hættulegra en annað eldsneyti er ekki gott að segja. Mér sýnist þó á þeim gögnum sem ég hef farið í gegnum að svo stöddu að JP-8 og JP-5 séu sett undir sama hatt hvað varðar áhrif á heilsu manna. Þær rannsóknir sem vísað er í New Scientist byggja á rannsóknum á dýrum en því miður er lítið til af faraldsfræðilegum rannsóknum á mönnum sem gætu upplýst málið betur“, segir Bergur.

JP-8 er hagkvæmara eldsneyti
Aðspurður um hættuna af JP-8 sagði Friðþór Eydal, að breyting á flugvélaeldsneyti hjá Varnarliðinu hefði verið gerð til samræmis við eldsneytisnotkun annarra deilda Bandaríkjahers og herja annarra NATO þjóða.
„JP-8 er mjög líkt því eldsneyti sem notað er í almennum flugrekstri, t.d. á Keflavíkurflugvelli, og er hagkvæmara en sú gerð sem Varnarliðið hefur notað undanfarin ár. Strangar öryggis- og heilbrigðiskröfur gilda um meðhöndlun eldsneytis og annarra efna á vegum Varnarliðsins og það á náið samstarf við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja“, segir Friðþór.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024