Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýir samningar um almenningssamgöngur undirritaðir
Fimmtudagur 2. febrúar 2012 kl. 09:28

Nýir samningar um almenningssamgöngur undirritaðir

Í gær var skrifað var undir samning á milli Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Vegargerðarinnar um almenningssamgöngur á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins, sbr. ákvæði um einkaleyfi í lögum um fólksflutninga og framflutninga á landi nr. 73/2001.  Samningurinn gildir til 31.12.2018.  Undir samningin skrifuðu þeir Ólafur Þór Ólafsson, formaður stjórnar S.S.S., Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri og Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri Innanríkisráðuneytisins.

Samkvæmt áður nefndum lögum veitir Vegagerðin,  S.S.S.einkaleyfi til að skipuleggja og sjá um almenningssamgöngur milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins.  Hluti samningsins er m.a. áætlun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, hin svonefnda „Flugrúta“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hreinn Haraldsson og Ólafur Þór Ólafsson handsala samninginn

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur frá árinu 2008 verið með samning við Vegagerðina en með breytingum á lögum sem töku gildi um síðustu áramót var rennt styrkari stoðum undir samninginn.

Hlutverk S.S.S. er  að tryggja almenningssamgöngur með því að halda uppi reglubundnum fólksflutningum á starfssvæði S.S.S. og á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins.  Markmið samningsins er að bæta almenningssamgöngur á Suðurnesjum.  Gera þær að ódýrasta ferðakosti íbúanna og ferðamanna og færa þjónustuna nær heimamönnum.  Jafnframt munu samningsaðilar stefna að því að gott aðgengi verði fyrir alla og unnið verði að því að bæta aðgengi fyrir fatlaða.  Á samningstímanum verður unnið að því að fella akstur með framhaldsskólanema á svæðinu að öðrum almenningssamgöngum með því markmiði að fjármunir nýtist sem best.

Léttar veitingar voru í tilefni dagsins

Myndir/EJS [email protected]