Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 16. febrúar 2000 kl. 16:21

Nýir og gamlir

Það eru nokkrir nýir leik-menn sem hafa bæst í leikmannahóp Keflavíkur en á þessari mynd má stóran hluta hópsins sem mun berjast um sæti á komandi leiktímabili. Þrír fyrrverandi Keflvíkingar hafa komið aftur, þeir Guðmundur Steinarsson og Kristján Jóhannsson en þeir léku með KA og ÍA í fyrra og Jakob Jónharðsson frá Danmörku. Meðal nýrra leikmanna eru miðjumaðurinn Vilhjálmur Vilhjálmsson sem lék áður með Val og KR og síðan markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson. Þrír Brasilíu-menn eru síðan á leiðinni „í hús“ og koma í næstu viku. Heimildir okkar herma að einn þeirra (að minnsta kosti), - sé mjög, mjög góður, en það kemur allt í ljós.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024