NÝIR EIGENDUR AÐ MIÐBÆ
Eigendaskipti hafa orðið á versluninni Miðbæ í Keflavík. Ómar Jónsson og fjölskylda sem reka Staðakaup í Grindavík keyptu verslunina af þeim Valdimar Valssyni, Sjónlaugu Jakobsdóttur, Hermanni Guðjónssyni og Ólínu Haraldsdóttur. Sonur Ómars, Þormar, mun sjá um rekstur Miðbæjar og sagði hann í stuttu spjalli við blaðið að talsverðar breytingar yrðu gerðar á búðinni og vildi af því tilefni biðja viðskiptavini að leggja skilning sinn í það því örlítil röskun hlotist af því tilefni. Fyrri eigendur hafa rekið Miðbæ undanfarin sjö ár við góðan orðstýr en ætla nú að snúa sér að öðrum hugðarefnum.