Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 14. janúar 1999 kl. 18:45

NÝIR EIGENDUR AÐ MIÐBÆ

Eigendaskipti hafa orðið á versluninni Miðbæ í Keflavík. Ómar Jónsson og fjölskylda sem reka Staðakaup í Grindavík keyptu verslunina af þeim Valdimar Valssyni, Sjónlaugu Jakobsdóttur, Hermanni Guðjónssyni og Ólínu Haraldsdóttur. Sonur Ómars, Þormar, mun sjá um rekstur Miðbæjar og sagði hann í stuttu spjalli við blaðið að talsverðar breytingar yrðu gerðar á búðinni og vildi af því tilefni biðja viðskiptavini að leggja skilning sinn í það því örlítil röskun hlotist af því tilefni. Fyrri eigendur hafa rekið Miðbæ undanfarin sjö ár við góðan orðstýr en ætla nú að snúa sér að öðrum hugðarefnum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024