Nýir bílar til sýnis hjá Heklu í Reykjanesbæ
Það er talsverð uppskera af nýjum bílum hjá Heklu þetta haustið. Um liðna helgi voru sýndir þrír nýir bílar hjá Heklu í Reykjanesbæ. Fyrst má nefna VW Passat Variant, skutbílinn með nýju útliti. Þá var einnig sýndur VW Jetta, sem er komin aftur og leysir VW Bora af hólmi.
Þá er gamall kunningi kominn aftur eftir nokkurra ára fjarveru. Það er MMC Colt, smábíllinn knái, sem er í raun stærri að innan en utan.
Talsverður staumur var í Heklu um helgina til að skoða nýju bílana og lét Kjartan Steinarsson, bílasali, vel af viðbrögðum fólks.
Myndin: Séð á afturhluta Passat Variant og Jetta.
Þá er gamall kunningi kominn aftur eftir nokkurra ára fjarveru. Það er MMC Colt, smábíllinn knái, sem er í raun stærri að innan en utan.
Talsverður staumur var í Heklu um helgina til að skoða nýju bílana og lét Kjartan Steinarsson, bílasali, vel af viðbrögðum fólks.
Myndin: Séð á afturhluta Passat Variant og Jetta.