Nýherji gefur Þorbirni myndarlega gjöf
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík fékk á dögunum gefins hágæða Canon stafræna myndavél til afnota útbúna með vatnsheldu húsi utanum vélina. Ljósmyndabúnaðurinn kemur sem gjöf frá Nýherja hf. Myndavélin mun nýtast vel í starfi björgunarsveitarinnar. Á myndinni sjást þeir Hafþór Helgasson og Daníel Gestur Tryggvasson meðlimir úr Björgunarsveitinni Þorbjörn taka við vélinni. Fulltrúi gefenda er Tobías Sveinbjörnsson.