Nýbúadagur í Grindavík
 Laugardaginn 29. janúar sl. fór fram kynning í Saltfisksetrinu fyrir nýbúa í Grindavík.
Laugardaginn 29. janúar sl. fór fram kynning í Saltfisksetrinu fyrir nýbúa í Grindavík.
Þar voru m.a. fulltrúar frá skóla, æskulýðsstarfsemi, tónlistarskólanum, stjórnsýslu bæjarins, bæjarfulltrúar og félagsmálafulltrúi. Einnig voru aðilar frá miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Verkalýðsfélagi Grindavíkur. Um 50 manns af ýmsu þjóðerni mættu á uppákomuna sem gekk afar vel.
Í boði voru léttar veitingar og tónlistaratriði á vegum tónlistarskólans, Ólafur Ö Ólafsson, bæjarstjóri, bauð gesti velkomna og kynnti dagskrána.
VF-myndir/Þorsteinn Gunnar Kristjánsson

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				