Nýbreytni í starfsemi vinnuskóla
305 Nemendur á aldrinum 14 - 16 ára skráðu sig í vinnuskóla Reykjanesbæjar í sumar sem er um 62% þátttaka. Þetta kemur fram á vefsíðu Reykjanesbæjar og er vísað í ársskýrslu Vinnuskóla Reykjanesbæjar fyrir sumarið 2005.
Skráning nemenda 2005 var aðeins minni en árið áður en skipting eftir árgöngum var eftirfarandi:
14 ára 70%
15 ára 72%
16 ára 45,5%
Vinnuskólinn tók þátt í samstarfsverkefninu Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs Arnarssonar og voru gróðursettar um 3000 plöntur fyrir ofan Reykjanesbraut. Einnig tók Vinnuskólinn þátt í samstarfi með Skógræktarfélagið Suðurnesja þar sem gróðursettar voru 2500 plöntur á "Nikkelsvæði".
Starfstími Vinnuskóla var tveir mánuðir í stað þriggja áður. Einnig var bryddað upp á nýjungum í starfinu í formi námskeiða fyrir alla nemendur 10. bekkjar sem skráðu sig í skólann. Fjöldi aðila kom að fræðslunni s.s. lögreglan, Tryggingamiðstöðin, Íslandsbanki, Alþjóðahús, Leiðtogaskóli UMFÍ, Unglingasmiðjan, Stígur og Sæþotufélagið.
Einnig var samið við Gáska - vinnuvernd og Þel - sálfræðiþjónustuum námskeið fyrir flokksstjóra. Nemendum í 9. - 10. bekk var boðið að taka þátt í námskeiðinu "Hugsað um barn". Nemendur í 8. bekk höfðu tekið þátt í slíku námskeiði um veturinn í grunnskólanum.