Nýárstónleikar í Njarðvíkurkirkju
Nú í þessu, var að ljúka tónleikum sem Davíð Ólafsson bassi og Tomislav Muzek tenór, héldu í Njarðvíkurkirkju. Tónleikarnir voru mjög vel sóttir, enda ekki oft sem slíka listamenn rekur á fjörur Suðurnesjamanna. Þeir félagar halda aðra tónleika í Íslensku Óperunni laugardaginn 5. janúar. Þeir sem ekki komust til að hlusta á þá í kvöld ættu að tryggja sér miða þar, enda gífurlega skemmtileg tónlistardagskrá á ferð.