Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný verslun Samkaupa opnuð á Ísafirði
Miðvikudagur 26. júní 2002 kl. 11:12

Ný verslun Samkaupa opnuð á Ísafirði

Samkaup opnaði nýja glæsilega verslun á Ísafirði laugardaginn 22. júní síðastliðin. Verslunin er alls tæpir 900 fermetrar og er í nýju húsi í miðbæ Ísafjarðar. Húsið sjálft hefur hlotið nafnið Neisti og í því eru fleiri verslanir og þjónustuaðilar. Byggingaraðili hússins eru Ágúst og Flosi ehf. Ísafirði og nánast allir undirverktakar voru heimamenn. Opnun verslunarinnar gekk vel fyrir sig enda mikið lagt upp úr góðri þjónustu í ferskvöru með glæsilegu kjötborði og sérstökum klefa inn í versluninni fyrir ávexti og grænmeti. Fjöldi Vestfirðinga kom í verslunina um helgina og viðtökur voru mjög góðar. Á föstudeginum var í tilefni opnunarinnar haldið hóf á Hótel Ísafirði þar sem stjórnarformaður Samkaupa hf., Jón Sigurðsson, afhenti Edinborgarhúsinu, Ungmennafélagi Bolungarvíkur, Boltafélagi Ísafjarðar og Skrúð 150.000 kr. hverjum að gjöf frá Samkaupum. Verslunarstjóri Samkaupa á Ísafirði er Haukur Benediktsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024