Ný verslun opnuð í Reykjanesbæ
Ný verslun með undirföt og snyrtivörur opnaði nú fyrir stuttu á Hafnargötu 36. Eigandi verslunarinnar, Wendý Heather Nerestan, rekur einnig fataverslunina Voila á Hafnargötunni. Fjölmenni var mætt á opnunina og var ekki að sjá annað á fólki en að þeim litist vel á það sem fyrir augu bar. „Við erum með frábært úrval af undirfötum og allskyns snyrtivörum,“ sagði Wendý við Víkurfréttir við opnunina en þess má geta að nú er frábær útsala í fataversluninni Voila sem Wendý rekur einnig.