Ný vefsíða Bókasafns Reykjanesbæjar
Bókasafn Reykjanesbæjar hefur opnað nýja heimasíðu. Vefhönnunar- og vefsíðugerðarfyrirtækið Stefna sá um gerð hennar. Í tilkynningu frá safninu segir að það sé von starfsfólks þess að síðan sé aðgengileg, einföld og þægileg í notkun og að hún veiti notendum sem bestar upplýsingar, auglýsi viðburði og annað sem er á döfunni og að fróðleikur um bækur og lestur verði með besta móti. Slóð vefsíðunnar er sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn.
Bókasafn Reykjanesbæjar er einnig komið með Instagram síðu en hana er hægt að finna undir heitinu bokasafn. Einnig er hægt að bæta við mylluverkinu #bokasafnreykjanesbaejar við myndir og bætast þær þá við myndasafn bókasafnsins.