Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný varnarhlið fyrir 117 milljónir
Miðvikudagur 19. nóvember 2003 kl. 16:07

Ný varnarhlið fyrir 117 milljónir

Framkvæmdir eru hafnar við endurnýjun mannvirkja í hliðum að varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli sem uppfylla munu nýjustu kröfur um öryggi og starfsaðstöðu við eftirlit með umferð inn og út af varnarsvæðinu.
Hefur Grænáshliðinu þegar verið lokað meðan á framkvæmdum þar stendur og hlið við Sorpeyðingarstöðina við Hafnaveg opnað almennri umferð í staðinn.
Grænáshliðið verður opnað aftur er framkvæmdum við það lýkur að nokkrum mánuðum liðnum og hefjast þá framkvæmdir við aðalhliðið sem lokað verður á meðan. Framkvæmdirnar fela í sér byggingu nýrra varðskýla og vegabréfaskrifstofu auk breytinga á girðingu og lagningu bifreiðastæða. Kostnaður við verkið, sem unnið er af Íslenskum aðalverktökum, er um 117 milljónir króna og á því að vera að fullu lokið í október á næsta ári.

VF-ljósmynd/HBB.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024