Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 15. júní 2000 kl. 10:43

Ný útvarpsstöð starfrækt í Rockville - FM 107

Ný útvarpsstöð hefur hafið útsewndingar frá Suðurnesjum. Stöðin er starfrækt í Rockville og heitir Hljóðneminn FM 107Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins er hvergi banginn og hóf útvarpsrekstur í gamla aðsetri ratsjárstofnunar NATO. Byrgið yfirtók rekstur Hljóðnemans FM 107, sem var kristileg útvarpsstöð. Byrgið, kristilegt líknarfélag hóf starfsemi sína með formlegum hætti síðasta laugardag. Meðal þeirra sem fluttu ávörp þennan dag voru Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir og Hjálmar Árnason, þingmaður og sérlegur velunnari Byrgisins. Miklar endurbætur þurfti að gera á húsnæðinu í Rockville fyrir tugi milljóna en þar eru nú á fjórða tug vistmanna í endurhæfingu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024