Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Föstudagur 5. maí 2000 kl. 15:17

Ný upplýsingamiðstöð ferðamála

Grindavíkurbær og Bláa lónið hafa ákveðið að reka í sameiningu upplýsingamiðstöð ferðamála við Bláa lónið. Upplýsingamiðstöðin mun fyrst og fremst veita staðbundnar upplýsingar um Reykjanesið og reyna að stuðla að því að ferðamenn skoði sig meira um á svæðinu. Miðstöðin verður opin alla daga frá 1. júní til 1.september milli kl. 11 og 18. Í sumar verða þrír starfsmenn við upplýsingagjöf í Upplýsingamiðstöðinni. Að mati Róberts Ragnarssonar, ferðamálafulltrúa Grindavíkurbæjar og Önnu Sverrisdóttur, rekstrarstjóra Bláa lónsins, sem hafa umsjón með verkefninu, gefst þarna mjög gott tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila á svæðinu til að koma sínum skilaboðum á framfæri við þann mikla fjölda ferðamanna sem sækir Bláa lónið heim.
Bílakjarninn
Bílakjarninn