Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný þrektæki skemmd í Reykjanesbæ
Skemmda tækið í Njarðvík.
Fimmtudagur 8. ágúst 2013 kl. 18:46

Ný þrektæki skemmd í Reykjanesbæ

Einbeittur brotavilji segir starfsmaður Reykjanesbæjar

Þrektæki sem Reykjanesbær hefur sett upp í bænum að undanförnu, hafa þegar orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Eins og Víkurfréttir greindu frá á dögunum ætlar Reykjanesbær að reisa líkamsræktartæki utandyra fyrir íbúa bæjarins.

Nú þegar hefur verið reistur reitur með hinum ýmsu æfingatækjum í Innri-Njarðvík við Kirkjubraut. Aðrir þrír reitir eru staðsettir í skrúðgörðunum í Keflavík og Njarðvík og á Ásbrú. Guðlaugur Sigurjónsson framkvæmdarstjóri framkvæmdarsvið hjá Reykjanesbæ greindi frá því á facebook síðunni Reykjanesbær - Gerum góðan bæ betri að það hafi ekki tekið nema tæpa viku að skemma fyrsta tækið. Hann segir þar að til þess að skemma tækin þurfi einbeittan brotavilja því tækin sé mjög sterklega byggð. „Viljið þið endilega hjalpa mér að koma unglingunum í skilning um það að þetta greiðist úr okkar sjóðum,“ segir Guðlaugur í texta við mynd sem hann birtir á síðunni og sjá má hér að ofan. Tækið sem skemmt var er staðsett í skrúðgarðinum í Njarðvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tengd frétt: Líkamsrækt í boði Reykjanesbæjar

Guðlaugur við eitt af æfingartækjunum í Innri-Njarðvík.