Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný þrekaðstaða opnar í Garðinum
Úr nýja þreksalnum sem opnar á næstu dögum í Garði. Mynd af vef Sveitarfélagsins Garðs.
Miðvikudagur 21. janúar 2015 kl. 09:05

Ný þrekaðstaða opnar í Garðinum

Ný og glæsileg aðstaða til líkamsræktar verður opnuð í Íþróttamiðstöðinni í Garði, með nýjustu tækjum í líkamsrækt sem bjóða upp á marga nýja og spennandi möguleika í líkamsrækt.

Íbúum í Garði verður boðið að kynna sér nýju aðstöðuna á föstudaginn, 23. janúar, milli kl. 17:00 og 20:00 verður opið hús í Íþróttamiðstöðinni, þar sem hin nýja aðstaða til líkamsræktar verður til sýnis.

Íbúar í Garði og allir áhugamenn um líkamsrækt, eru hvattir til þess að koma í Íþróttamiðstöðina þann dag og kynna sér aðstöðuna og það sem verður í boði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024