Ný þorskseiðaeldisstöð: Aðstæður með besta móti í Grindavík
Atvinnumálanefnd Grindavíkurbæjar stefnir að því að bjóða þingmönnum, sjávar- og landbúnaðarráðherra og fleirum er málið varðar á kynningu vegna fyrirhugaðar þorskseiðaeldisstöðvar sem á að rísa á Íslandi. Á meðal heimamanna er mikill áhugi á því að þessi stöð rísi í Grindavík. Með fundinum vill atvinnumálanefndin kynna þessum aðilum þá staðreynd að í Grindavík er mikil þekking og reynsla í þorskseiðaeldi sem verði nauðsynlegur styrkur í fyrirhugaðari þorskseiðaeldisstöð. Aðstæður og umgjörð fyrir slíka starfssemi séu eins og best verði á kosið í Grindavík.
Tilraunaeldisstöð Hafró á Stað í Grindavík hefur verið starfrækt síðan 1988. Megináherslan hefur verið á þróun þorskseiðaeldis og er starfsemin komin á það stig að geta lagt til þorskseiði í fjöldaframleiðslu til áframeldis. Til þess þarf að reisa umrædda eldisstöð. Er talað um að stöðvarhúsið þyrfti að vera 5 – 6 þúsund fermetrar með framleiðsugetu upp á 10 milljónir seiða árlega. Slík stöð gæti skapað á þriðja tug starfa.
Tengd frétt á vf.is:
Grindavík: Horft til tækifæra í þorskseiðaeldi