Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný þjónustumiðstöð Sveitarfélagsins Voga rís við Iðndal
Nýja þjónustumiðstöð Sveitarfélagsins Voga rís nú við Iðndal 4 í Vogum. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 28. júní 2019 kl. 08:16

Ný þjónustumiðstöð Sveitarfélagsins Voga rís við Iðndal

Ný þjónustumiðstöð rís í Vogum

Framkvæmdir við nýja þjónustumiðstöð Sveitarfélagsins Voga standa nú yfir í Vogum. Þjónustumiðstöðin er að rísa á lóðinni sem er næst bæjarskrifstofunum, í Iðndal 4.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Um er að ræða myndarlegt stálgrindarhús, sem mun uppfylla þarfir umhverfisdeildar sveitarfélagsins með öllum þeim tólum, tækjum og búnaði sem þeirri starfsemi fylgir. 

Í hönnuninni er gert ráð fyrir þvottastæði fyrir almenning þar sem fólk getur loks þrifið bíla sína. Síðast en ekki síst verður sérrými afmarkað í húsinu þar sem einn af dælubílum Brunavarna Suðurnesja verður framvegis staðsettur. Það styttir til muna útkallstíma slökkviliðsins, segir á vef Sveitarfélagsins Voga.