Ný þjónusta í Reykjanesbæ: Mötuneyti fyrir aldraða og öryrkja
Miklar breytingar eru framundan hjá Sýlsumannsembættinu í Keflavík. Þannig fer löggæslan frá embættinu um næstu áramót undir sérstakan lögreglustjóra. Aðrar breytingar urðu hjá embættinu nú um mánaðarmótin, því Jón Eysteinsson, sýslumaður, lét af störfum. Staða arftaka hans hefur verið auglýst en umsóknarfrestur rann út þann 22. september sl.
Tveir starfsmenn Sýslumannsembættisins í Keflavík og samstarfsmenn Jóns Eysteinssonar hafa sótt um stöðuna. Þeir Árni H. Björnsson deildarstjóri og löglærður fulltrúi og Ásgeir Eiríksson, löglærður fulltrúi og staðgengill sýslumanns. Auk þeirra hafa 10 aðrir sóst eftir starfinu.
Án efa eru allir 12 umsækjendurnir þess verðugir að taka við nýju og breyttu embætti. Hafa menn einnig verið með spádóma um hver hljóti stöðuna og er nafn Þórólfs Halldórssonar, sýslumanns á Patreksfirði, oftast nefnt í þeim málum.
Umsækjendur um embætti sýslumannsins í Keflavík
Árni H. Björnsson, deildarstjóri og löglærður fulltrúi hjá sýslumanninum í Keflavík,
Ásgeir Eiríksson, löglærður fulltrúi og staðgengill sýslumanns hjá sýslumanninum í Keflavík,
Benedikt Ólafsson, hæstaréttarlögmaður,
Bogi Hjálmtýsson, löglærður fulltrúi og staðgengill sýslumanns hjá sýslumanninum í Hafnarfirði,
Guðgeir Eyjólfsson, sýslumaður á Siglufirði
Guðmundur Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður,
Halldór Frímannsson, héraðsdómslögmaður,
Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu,
Ragna Gestsdóttir, lögfræðingur hjá Íbúðalánasjóði,
Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Patreksfirði,
Þuríður Árnadóttir, deildarstjóri og löglærður fulltrúi hjá sýslumanninum í Reykjavík,
Úlfar Lúðvíksson, skrifstofustjóri og staðgengill sýslumanns hjá sýslumanninum í Reykjavík.