Ný tækni við viðhald á flugbrautum
 Að mörgu er að hyggja í viðhaldi og endurbótum á flugbrautum og flugvallarmannvirkjum af þeirri stærðargráðu sem Keflavíkurflugvöllur er. Yfirborð flugbrauta og athafnasvæða flugvéla veðrast og slitnar sífellt og sérstakra aðgerða er þörf til að hindra skemmdir svo slys hljótist ekki af.
Að mörgu er að hyggja í viðhaldi og endurbótum á flugbrautum og flugvallarmannvirkjum af þeirri stærðargráðu sem Keflavíkurflugvöllur er. Yfirborð flugbrauta og athafnasvæða flugvéla veðrast og slitnar sífellt og sérstakra aðgerða er þörf til að hindra skemmdir svo slys hljótist ekki af. 
Flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli hefur fest kaup á sérhæfðum búnaði til viðgerða á malbiki og steyptum flughlöðum. Athafnasvæði flugvéla á flugvellinum er samtals um 220 hektarar að stærð og þarfnast stöðugrar aðgæslu. Flugvallarstarfsmenn vinna nú að  lagfæringum sem m.a. fela í sér endurnýjun á fúguþéttingum í steinsteyptum flughlöðum og aðrar slitlagsviðgerðir á flugvallarsvæðinu.
Texti og myndir af heimasíðu flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. Á mynd 2 sést hvernig fúgur eru skornar upp, þvegnar, þurrkaðar og fylltar nýju þéttiefni.
Á mynd 2 sést hvernig fúgur eru skornar upp, þvegnar, þurrkaðar og fylltar nýju þéttiefni. 

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				