Ný tækifæri við Eyjabakka í Grindavík
	Hafnarstjórn Grindavíkur segir aukin tækifæri vera á hafnarsvæðinu við Eyjabakka í Grindavík. Hafnarstjórnin tók á síðasta fundi fyrir endurskoðun Aðalskipulags Grindavíkur fyrir árin 2010 til 2030.
	
	Eftir að frystitogarar Þorbjarnar hf færðu sig yfir á Suðurgarð í vesturhöfninni skapast tækifæri að nýta Eyjabakka og land þar við undir hafsækna starfssemi s.s. uppskipun og geymslu á salti og öðrum heilförmum, segir í gögnum hafnarstjórnar Grindavíkur.
	 


 
	
						 
	
						


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				