Ný strætóbiðskýli í Garði
Strætóferðir milli Sandgerðis, Garðs og Reykjnaesbæjar hafa verið vel nýttar en þessi sveitarfélög hófu að bjóða upp á þær síðastliðið haust í samstarfi við SBK og Hópferðir Sævars. Nú hefur enn verið bætt við ferðum til að koma til móts við íbúa og notendur strætó. Alls eru farnar 10 ferðir á dag og áfram 4 ferðir á dag um helgar eða 58 ferðir á viku.
Ný strætóskýli voru sett um í Garði í nú vikunni, við Nýjaland, Bræðraborg (Garðvangsmegin) og við Velli. Auk þeirra verður gamla biðskýlið við pósthúsið notað áfram. Í skýlunum er stórt og læsilegt samgöngukort fyrir öll Suðurnes og til Reykjavíkur. Ljós og eftirlitskerfi er í skýlunum.