Ný störf bætast stöðugt við
Framboð á lausum störfum sem berast til Ráðgjafastofu starfsmanna Varnarliðisns, eykst stöðugt og nú síðast í morgun bættust við 10 störf hjá nýju dreifingarfyrirtæki sem verður með starfssemi í Reykjanesbæ.
Fyrirtæki hafa brugðist mjög vel við kynningarbréfi sem Ráðgjafastofan sendi frá sér á dögunum og fjöldi starfa hafa bæst við framboðið í kjölfarið. Helga Jóhanna Oddssdóttir, forstöðumaður, Ráðgjafastofunnar, segir að enn sem komið er, sé fólk nokkuð rólegt yfir málunum en það kunni að breytast þegar líða fer á uppsagnarfrestinn hjá VL. Hins vegar sé ástæða fyrir fólk að ljúka við ferilskrár og vera tilbúið.
Nokkuð er um að fólk fái uppsagnarfrestinn hjá VL styttan til að geta nýtt sér þau atvinnutækifæri sem bjóðast en mörg fyrirtæki vantar vinnuafl strax eða fljótlega.
Um 100 starfsmenn VL hafa nú þegar nýtt sér þau námskeið sem Ráðgjafastofan býður upp á í samstarfi við MSS og IMG og verið er að skoða að auka fjölbreytni námskeiðanna með almennum tölvunámskeiðum.
Á heimusíðu Ráðgjafastofunnar er reglulega uppfærður listi yfir þau störf sem eru í boði en hana er á vinna á vef Reykjanesbæjar, www.rnb.is.
Mynd: Þær Helgja J. Oddsdóttir og Venný Sigurðardóttir stýra málum á Ráðgjafastofu starfsmanna Varnarliðsins. VF-mynd: Ellert Grétarsson
Fyrirtæki hafa brugðist mjög vel við kynningarbréfi sem Ráðgjafastofan sendi frá sér á dögunum og fjöldi starfa hafa bæst við framboðið í kjölfarið. Helga Jóhanna Oddssdóttir, forstöðumaður, Ráðgjafastofunnar, segir að enn sem komið er, sé fólk nokkuð rólegt yfir málunum en það kunni að breytast þegar líða fer á uppsagnarfrestinn hjá VL. Hins vegar sé ástæða fyrir fólk að ljúka við ferilskrár og vera tilbúið.
Nokkuð er um að fólk fái uppsagnarfrestinn hjá VL styttan til að geta nýtt sér þau atvinnutækifæri sem bjóðast en mörg fyrirtæki vantar vinnuafl strax eða fljótlega.
Um 100 starfsmenn VL hafa nú þegar nýtt sér þau námskeið sem Ráðgjafastofan býður upp á í samstarfi við MSS og IMG og verið er að skoða að auka fjölbreytni námskeiðanna með almennum tölvunámskeiðum.
Á heimusíðu Ráðgjafastofunnar er reglulega uppfærður listi yfir þau störf sem eru í boði en hana er á vinna á vef Reykjanesbæjar, www.rnb.is.
Mynd: Þær Helgja J. Oddsdóttir og Venný Sigurðardóttir stýra málum á Ráðgjafastofu starfsmanna Varnarliðsins. VF-mynd: Ellert Grétarsson