Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Fréttir

Ný stjórn í Hitaveitu Suðurnesja
Miðvikudagur 25. júlí 2007 kl. 17:26

Ný stjórn í Hitaveitu Suðurnesja

Ný stjórn hefur verið kjörin í Hitaveitu Suðurnesja í kjölfar mikilla breytinga á eignarhaldi í félaginu. Boðað var til hluthafafundar síðastliðinn föstudag þar sem stjórnarkjör fór fram.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, verður áfram stjórnarformaður, Reykjanesbær á auk þess tvo aðra fulltrúa í stjórninni, þau Björk Guðjónsdóttur og Guðbrand Einarsson. Ásgeir Margeirsson og Jón Sigurðsson koma inn fyrir Geysir Green Engery,  Gunnar Svavarson situr áfram fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar og Harpa Gunnarsdóttir verður fulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur.



Dubliner
Dubliner