Ný stjórn Björgunarsveitarinnar Suðurnes
Björgunarsveitin Suðurnes hélt nýverið aðalfund sinn þar sem ný stjórn var kjörin fyrir björgunarsveitina. Nýja stjórnin er þannig skipuð:
Kári Viðar Rúnarsson, formaður
Arnar Steinn Elísson, meðstjórnandi
Brynjar Ásmundsson, varaformaður
Haraldur Haraldsson, varamaður og formaður sveitaráðs
Helena Dögg Magnúsdóttir, gjaldkeri
Sigríður Alma Ómarsdóttir, ritari
Starfsemin hjá Björgunarsveitinni Suðurnes var umfangsmikil á síðasta ári en eins og Suðurnesjamönnum er kunnugt þá hafa björgunarsveitir átt annríkt vegna óveðursútkalla.