Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný staða í Varnarliðsmálinu?
Miðvikudagur 17. mars 2004 kl. 15:02

Ný staða í Varnarliðsmálinu?

Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir að hryðjuverkin í Madríd gætu breytt áherslum Bandaríkjamanna í varnarmálum í Evrópu og það kunni að hafa jákvæð áhrif á framtíð varnarstöðvarinnar í Keflavík.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, telur líklegra að áhrifin verði á hinn veginn; gamlar herstöðvar séu ekki svarið við hryðjuverkum, áherslur Bandaríkjamanna verði endurskoðaðar á allt annan veg. Steingrímur segir óviðeigandi að tengja þessi mál saman, en frá þessu er greint á ruv.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024