Ný sorpeyðingarstöð reist á Reykjanesi
Ný sorpeyðingarstöð verður reist á Reykjanesi, næst fyrirhugaðri Magnesíumverksmiðju.Bæjarráð Reykjanesbæjar óskaði eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar. Í umsögn hennar kemur fram að hagkvæmt væri að úthluta lóð undir sorpeyðingarstöð í Helguvík þar sem fjarlægð frá stærstu byggð er styst og ríkjandi vindátt þannig að mengun getur legið yfirnyrsta hluta Reykjanesbæjar. Nefndin samþykkti á fundi sínum að leggja til við bæjaryfirvöld að ný sorpeyðingarstöð verði reist í næsta nágrenni við lóð sem tekin hefur verið frá fyrir fyrirhugaða magnesíumverksmiðju.