Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 6. maí 1999 kl. 13:03

NÝ SORPEYÐINGARSTÖÐ Í GAGNIÐ FYRIR ÁRSLOK 2001

- Áætlaður kostnaður tæpur hálfur milljarður króna Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. hefur samið við varnarliðið á Miðnesheiði um þátt þeirra í kostnaði við uppbyggingu nýrrar flokkunarstöðvar og sorpbrennslu og um kaup á þjónustu í nýrri stöð. Áætlaður heildarkostnaður við uppbygginguna er áætlaður á bilinu 440-480 milljónir og greiðir varnarliðið 41% þess kostnaðar. Gert er ráð fyrir að nýja stöðin hefji starfssemi fyrir árslok 2001. Gert er ráð fyrir að í nýrri móttökustöð verði stóraukin flokkun og endurvinnsla auk þess sem sorp varnarliðsins verði brennt áfram, lögum samkvæmt. Ætlunin er að beita bestu fáanlegri tækni og að Suðurnesin verði í fararbroddi umhverfisvænnar sorpeyðingar í landinu. Starfsleyfi núverandi stöðvar rennur út um árslok 2000 og ekki svarar kostnaði að breyta henni í samræmi við hertar mengunarkröfur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024