Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ný smíðastofa opnuð í Virkjun
Miðvikudagur 4. apríl 2012 kl. 14:11

Ný smíðastofa opnuð í Virkjun

Ný smíðastofa var opnuð í morgun í Virkjun mannauðs á Ásbrú. Það er sjálfboðaliðshópurinn Hugur og hönd sem stendur að opnun smíðastofunnar. Hún er orðin að veruleika vegna stuðning fjölmargra aðila og allt gert á sjálfboðaliðsgrunninum. M.a. hafa BYKO og Húsasmiðjan stutt við uppbyggingu smíðastofunnar, auk ÍAV Þjónustu og fjölda annarra fyrirtækja og einstaklinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ætlunin er að smíða leikföng úr tré í þessari stofu og þar verða einnig náin tengsl við útskurðarstofuna og saumastofuna sem eru í sama húsi.

Kennt verður 2 sinnum í viku af sjálfboðaliðum sem eru m.a. lærðir trésmiðir.

Það kom í hlut Árna Sigfússonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, að klippa á borða og opna stofuna formlega í morgun. Hann lét þau orð falla við það tækifæri að stuðningur við það starf sem unnið er í Virkjun sé mikilvægur og það sjálfboðastarf sem þar er unnið.

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson